fbpx

Ferðalag um Fiskfélagið

Fiskfélagið er einn rómaðasti veitingastaður Reykjavíkur, staðsettur við Grófartorg í hjarta miðborgarinnar. Á matseðli staðarins eru ævintýralegir réttir sem ferja bragðlauka þína umhverfis hnöttinn með viðkomu á mörgum merkilegum stöðum.

Í tilefni 5 ára afmælis Fiskfélagsins ákváðu matreiðslumeistararnir að gefa út bók með réttum sem fanga bragðheim staðarins með sérstakri áherslu á Íslenskt hráefni.

Bókin er einstaklega glæsilegur og eigulegur gripur sem fæst í öllum betri bókaverslunum eða á Eymundsson.is

Fyrir frekari upplýsingar um bókina, vinsamlegast hafðu samband á info@fiskfelagid.is
eða +354 552-5300.

Kæru vinir og vandamenn FISKFÉLAGSINS,

Eftir langa og stranga íhugun höfum við ákveðið að LOKA fallega veitingastaðnum okkar TÍMABUNDIÐ.

Ákvörðun sem er ekki tekin létt en miðað við aðstæður er hún sú eina rétta. HEILSA & VELLÍÐAN gestanna okkar, starfsfólksins og í raun allra landsmanna er okkur EFST í huga.

Við munum AUÐVITAÐ OPNA eins fljótt og auðið er en á meðan sendum við BARÁTTUKVEÐJUR til allra OFURHETJANNA í Heilbrigðisgeiranum og reynum nú öll að gera eins og þau leggja til!

Ef það eru einhverjar SPURNINGAR eða eitthvað sem við getum hjálpað ykkur með, endilega hafið samband í gegnum TÖLVUPÓST, þeim verður svarað fljótt og vel. Við mætum öll saman aftur von bráðar og tökum vel á móti ykkur.

Með HJARTANS kveðjum, ️ ️
Starfsfólk Fiskfélagsins. ❤️💕🐟💕❤️ ️