fbpx
Hvað er á boðstólnum?

Hvað er á boðstólnum?

Jólahlaðborð

Á Fiskifélaginu er boðið upp á jólahlaðborð í lok nóvember. Áherslan er þá lögð á hlaðborð þar sem hægt er að velja um fjölbreytt úrval forrétta, aðalrétta og eftirrétta. Á jólahlaðborði Fiskifélagsins er ferskleiki og fyrsta flokks hráefni í fyrirrúmi.

Allir geta notið hátíðlegrar kvöldstundar með vinum og ættingjum. Jólahlaðborð eru tilvalinn kostur fyrir einstaklinga, smærri hópa, klúbba og fyrirtæki.

Það borgar sig að panta borðið tímanlega – enda eru jólahlaðborð á Fiskifélaginu þau vinsælustu sem boðið er upp á á landinu.

Sumir okkar gesta segja að Fiskfélagið sé besti veitingastaðurinn, við erum auðvitað sammála því og ekki slæmt að vera, af mörgum talinn besta veitingahús/veitingastaður í Reykjavík.

Góður matur

Á Fiskifélaginu er matur frá ólíkum heimshornum þar sem lögð er áhersla á fyrsta flokks hráefni. Matseðillinn er fjölbreyttur og undir áhrifum ólíkra heimshorna og  má segja að á hverjum diski sé matur sem inniheldur þema frá hverju landi fyrir sig.

Hver réttur er sinfónía hinna ótrúlegustu hráefna og aðferða. Túnfiskur er t.d. kenndur við Jamaíku, rabarbari við Ísland og BBQ-steik við Bandaríkin svo fátt eitthvað sé nefnt.

Á Fiskifélaginu er matur sem kitlar bragðlaukana, og dugar ekkert minna en að setja stefnuna á að vera besti veitingastaður landsins.

Sushi

Sushi- fiskréttir eru upprunalega frá Japan. Meginuppistaðan í sushi eru smágerð hrísgrjón sem soðin eru og blönduð ediki og sykri. Í sushi eru einnig hrátt sjávarfang eins og t.d. lax, túnfiskur, bleikja, þorskur, rækja, hrogn, o.s.frv.

Sushi er oftar en ekki mikið augnayndi og samanstendur af allavega litlum bitum, sem eru upprúllaðir eða hlaðnir. Þeir nefnast nigri, maki og temaki. Sushi er alltaf borðað með sojasósu, wasabi og hráu engiferi, en það er notað til að hreinsa munninn milli bita.

Í sushi er oft notaður hrár fiskur sem nefnist sashimi. Fisktegundir eins og t.d. lax og túnfiskur henta vel sem hrámeti.

Skyr

Á Fiskifélaginu er lagt upp úr því að nota besta hráefni sem Ísland hefur upp á að bjóða hverju sinni. Hráefni til matargerðar er fyrsta flokks og er skyr eitt af þeim.

Það sem gerir skyr öðruvísi á Fiskifélaginu er að því er blandað saman við framandi hráefni. Þegar íslenskt skyr blandast saman við hráefni eins og t.d. vanillu frá Haítí verður bragðið alveg himneskt og allt öðruvísi en fólk á að venjast.

Humar

Á Fiskifélaginu er boðið upp á dýrindis humar. Í forréttinum er hægt að velja um humar sem kallaður er leturhumar, sem er  skjaldkrabbategund sem telst til botndýra.

Leturhumar er veiddur við suðurströnd landsins. Sem forréttur er humarinn matreiddur á nýstárlegan hátt á japanska vegu. Hann er djúpsteiktur og kallast sú aðferð tempura.

Sem aðalréttur er humar einnig matreiddur annars vegar með bleikju og steiktri hörpuskel að írskum sið og hins vegar með skötusel að hætti Malasíu. Báðir réttir eru mjög nýstárlegir og framandi að hætti Fiskifélagsins.

Lax

Lax er alltaf sígildur og vinsæll matfiskur á veitingahúsum. Bæði vegna þess hversu bragðgóður hann er en ekki síður vegna þess að hann er talinn hollur því hann inniheldur mikið af Omega 3-fitusýrum. Hægt er að matreiða lax á ýmsa vegu og er hann oftast soðinn, steiktur og grillaður en einnig reyktur eða grafinn.

Á Fiskifélaginu er lax í forréttinum sem eldaður er á íslenska vísu. Laxinn er þá grafinn og brenndur með rækjum í sítrónuolíu sem er algjört lostæti. En hann er ekki síður vinsæll hrár í sashimi eða með hrísgrjónum í sushi.

Saltfiskur

Neysla saltfisks byggir á gamalli hefð, einkum í Suður-Evrópu og Rómönsku-Ameríku. Ástæðan er sú að saltfiskur hefur sérstök bragðeinkenni sem henta vel með meðlæti eins og t.d. sætum tómötum, ólífum og ýmsu öðru sætmeti.

Á Fiskifélaginu er saltfiskur eldaður að brasilískum hætti. Hann er hægeldaður með hörpuskel á nýstárlegan hátt sem kitlar við bragðlaukana.

Á Fiskifélaginu mætast því norðrið og suðrið á eftirminnilegan hátt í matseldinni.

Ferskur fiskur

Á Fiskifélaginu er fiskur mjög algengt hráefni á matseðlinum enda gefur nafn staðarins til kynna að áhersla sé lögð á fiskmeti. Fiskur er á boðstólnum bæði í forréttum sem og aðalréttum. Á Fiskifélaginu er áhersla lögð á að bjóða alltaf upp á  eins ferskan og nýjan fisk eins og kostur gefst hverju sinni.

Fiskur er alltaf vinsæll á matseðlinum því hann er hollur og gómsætur. Þegar hráefni eins og humar er kominn saman við íslenskan  rabarbara og smjörsteiktar gulrótarræmur er bragðið himneskt.

Grafinn lax með speltbrauði og hleyptu eggi er einnig frumleg útfærsla á annars hefðbundnum rétti. Á Fiskifélaginu er hápunkturinn síðan saltfiskur með smjörmikilli kartöflumús og bragðmiklum Chorizo-pylsum. Eitt besta veitingahús á íslandi býður að sjálf sögðu alltaf upp á ferskt hráefni.

Rauðspretta

Rauðspretta eða skarkoli er algeng fisktegund á matseðlum út um allan heim enda er hún tilvalið hráefni því hún bragðast vel. Rauðspretta er veidd við allt N-Atlantshaf allt frá Barentshafi til Miðjarðarhafs og einnig við eyjar eins og Ísland og Grænland.

Það sem rauðsprettan á Fiskifélaginu hefur fram yfir aðra algenga rétti á matseðlum er eldamennskan. Á Fiskifélaginu er boðið upp á rauðsprettu að hætti Dana. Rauðsprettan er þá djúpsteikt og er hægeldaður karfi hafður með ásamt rækju, ákavítisgúrku og sellerírótarmauki. Þessi samsetning gerir bragðið af rauðsprettunni