fbpx
Sælkeradagar Fiskfélagsins

Sælkeradagar Fiskfélagsins

Sælkeradagar Fiskfélagsins

17. september – 5. október
Í samstarfi við Gulla Arnar Ingason Bakara

Matreiðslumenn Fiskfélagsins hafa unnið hörðum höndum að nýrri og skapandi matargerð og viljum við slá til veislu.

Fiskfélagið kynnir því með stolti Sælkeradaga á Fiskfélaginu
5 rétta matseðill þar sem matseldin er í höndum Þorsteins Geirs & Bjarna Hafsteins, bræðra og matreiðslumanna sem lærðu sína list á Fiskfélaginu, eftirréttirnir eru galdraðir fram af Gulla Arnari, sem er ein skærasta stjarna Bakaraiðnar á Íslandi í dag.

 

Panta borð

 

Sælkeradagar

5 rétta matseðill 

grilluð SVÍNASÍÐA
með jarðskokka & lauk CHUTNEY, seyðandi FOIE GRAS sósa & stökk PURA með sítrónupipar

stökk TEMPURA rúlla
LINSKELSKRABBI, lárpera & YUZU KREM, rauð MASAGO hrogn & nordic WASABI

VAL um AÐALRÉTT
hægeldaður SALTFISKUR með kremuðu BANKABYGGI, möndlukartöflusnakk &TÓMAT TVENNA með shiitake sveppum & ÓLÍFUOLÍU
EÐA
grilluð NAUTALUND með TRUFFLU bearnaise, möndlu kartöflur & stökkur parmesan með mjúku SVEPPAMAUKI & sinneps gröfnum PORTOBELLO

svalur HUNDASÚRU krapís
til að hreinsa bragðlaukana

SÆLKERA TVENNA frá GULLA ARNAR
unaðsleg „PARIS-BREST“ með heslihnetukremi, syndsamleg pralín hjúpuð DÖKK SÚKKULAÐI mousse fyllt með ljúfri sólberja PANNA COTTA, borið fram með SÓLBERJA krapís

7.900,- kr.
Með sérvaldri vín eða kokteil pörun 14.800,- kr.

Gulli Arnar

Gulli hóf bakstursnámið 2013 í Kökulist í Hafnarfirði. Bakstursnáminu lauk hann 2017 við útskrift frá Menntaskólanum í Kópavogi. Á námsferli sínum sigraði hann árlega bakaranemakeppni tvisvar sinnum, árin 2016 og 2017 og varð jafnframt fyrstur til að sigra keppnina tvö ár í röð. Við útskrift var hann verðlaunaður af skólanum fyrir framúrskarandi árangur í verklegu námi ásamt því að vera verðlaunaður af Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi 2017.
Í janúar 2018 flutti Gulli til Kaupmannahafnar þar sem hann lærði kökugerð við hið sögufræga Konditori La Glace. Á námsferlinum tók hann tvisvar sinnum þátt um köku ársins í Danmörku og hafnaði í bæði skiptin í einu af 10 efstu sætunum en vel yfir 100 faglærðir einstaklingar taka þátt. Náminu lauk í desember 2019 með sveinsprófi þar sem Gulli útskrifaðist með Bronz medalíu sem telst virkilega góður árangur ásamt því að verða sæmdur Saint Honoré heiðursorðu fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi.
Í dag rekur hann veisluþjónustu og bakaríið ‘Gulli Arnar’  með æskuvini sínum Böðvari Böðvarssyni en þeir félagar létu ríða á vaðið í febrúar sem leið.