fbpx
Ferðalag um Ísland

Ferðalag um Ísland

Ferðastu innanlands undir fararstjórn matreiðslumanna okkar.

Þeir leitast við að finna hráefni allstaðar af á landinu, best hverju sinni
og gera ferð þína að sannkallaðri bragðlaukaupplifun.

 


Vestmannaeyjar – ÞORSKUR

pönnusteiktur ÞORSKHNAKKI gljáður með HUNANGI, villt blómkálssalat & græn sólseljuolía með kremaðri FISKISÓSU

Búðardalur – GRAFLAX

kúmengrafinn & skorinn GRAFLAX með brennivínsdassi, súrsaður RABBARBARI & rifin reykt BLEIKJA með SÖLVAGLJÁA

Egilsstaðir – LAMB

steikt LAMBAMJÖÐM & GLJÁÐ LAMBA PRESSA með seljurótar mauki, BJÓRSÝRÐUR LAUKUR & saltbökuð SELJURÓT, lambasoðgljái & seljurót krydduð með kombu

Reykjavík – LAUTARHUNANG

hvítsúkkulaði BROWNIE með súrmjólkur & hvítsúkkulaði froðu,
SÚRU SORBET, karmellaðir hafrar & kristallað hvítt súkkulaði

9.900 kr.


Kæru vinir og vandamenn FISKFÉLAGSINS,

Eftir langa og stranga íhugun höfum við ákveðið að LOKA fallega veitingastaðnum okkar TÍMABUNDIÐ.

Ákvörðun sem er ekki tekin létt en miðað við aðstæður er hún sú eina rétta. HEILSA & VELLÍÐAN gestanna okkar, starfsfólksins og í raun allra landsmanna er okkur EFST í huga.

Við munum AUÐVITAÐ OPNA eins fljótt og auðið er en á meðan sendum við BARÁTTUKVEÐJUR til allra OFURHETJANNA í Heilbrigðisgeiranum og reynum nú öll að gera eins og þau leggja til!

Ef það eru einhverjar SPURNINGAR eða eitthvað sem við getum hjálpað ykkur með, endilega hafið samband í gegnum TÖLVUPÓST, þeim verður svarað fljótt og vel. Við mætum öll saman aftur von bráðar og tökum vel á móti ykkur.

Með HJARTANS kveðjum, ️ ️
Starfsfólk Fiskfélagsins. ❤️💕🐟💕❤️ ️