fbpx
VETUR

VETUR

Ævintýri undir brú

Fiskfélagið, ævintýrið undir brúnni. Einu sinni fyrir langa löngu, þegar Fiskfélagið fyrst opnaði dyr, þá setti gestur diskinn sinn til hliðar og sagði sáttur; „bregst ekki, öll bestu ævintýrin gerast undir brú.“ Að þesum degi þá hafa þessi orð staðið sem slagorð og markmið veitingastaðarins, að gera kvöldið bæði spennandi og heimilislega.

Hýst innan veggja gamla Zimsen hússins, gömul búð sem byggð var á 19. öld sem gerir Fiskfélagið bæði fágað og huggulegt. Fiskfélagið er einn af miðpunktum glæsilegrar matagerðar í Reykjavík.

Eigandinn og meistara kokkurinn Lárus Gunnar Jónasson nýtir sér þessa innréttingu sem innblástur og stendur því fyrir hóp af hæfileikaríkum matreiðslumönnum sem skapa matar undur með því að nota það besta sem íslensk náttúra og haf hefur að bjóða.

Réttirnir eru gerðir með norrænum fusion blæ, en þó með grunn af hefbundnum íslenskum réttum, og eru þekktir fyrir að setja bragðlaukana á flug og út í heim.


Óaðfinnanlegt andrúmsloft

Við lofum notalegri og afslappaðri matar upplifun sem býður heimamönnum
og ferðamönnum sitt lítið nýtt að hverri heimsókn.

 

 Panta borð

 

 

Extra

Kæru vinir og vandamenn FISKFÉLAGSINS,

Eftir langa og stranga íhugun höfum við ákveðið að LOKA fallega veitingastaðnum okkar TÍMABUNDIÐ.

Ákvörðun sem er ekki tekin létt en miðað við aðstæður er hún sú eina rétta. HEILSA & VELLÍÐAN gestanna okkar, starfsfólksins og í raun allra landsmanna er okkur EFST í huga.

Við munum AUÐVITAÐ OPNA eins fljótt og auðið er en á meðan sendum við BARÁTTUKVEÐJUR til allra OFURHETJANNA í Heilbrigðisgeiranum og reynum nú öll að gera eins og þau leggja til!

Ef það eru einhverjar SPURNINGAR eða eitthvað sem við getum hjálpað ykkur með, endilega hafið samband í gegnum TÖLVUPÓST, þeim verður svarað fljótt og vel. Við mætum öll saman aftur von bráðar og tökum vel á móti ykkur.

Með HJARTANS kveðjum, ️ ️
Starfsfólk Fiskfélagsins. ❤️💕🐟💕❤️ ️